Æskulýðsfélag
Æskulýðsfélagið í Hjallakirkju er metnaðarfullt og skemmtilegt starf fyrir krakka í 8-10 bekk. Á fundum förum við í ýmis konar leiki, spilum gömul spil og ný, keppum og vinnum saman. Við tölum og syngjum en lærum einnig að meta þögnina og í hverju það felst að vera kristin manneskja. Æskulýðsfélagið er eitthvað sem allir unglingar ættu kíkja á!
Dagskrá fyrir vorið 2021
14. janúar – Snákaspil
21. janúar – Tik tok / fótboltaspil
28. janúar – Skreytum kleinuhringi
4. febrúar – Ljósmyndakeppni
11. febrúar – Pizzagerð
18. febrúar – Óvissuferð (Verð og nánari upplýsingar síðar)
25. febrúar – Feluleikur í myrkri
4. mars – Kökuskreytingakeppni
(Unglingarnir gera köku eða eftirrétt heima og taka með upp í kirkju þar sem keppnin fer fram)
11. mars – Spil
18. mars – Leikir
25. mars – Páskaeggjaleit

Aldur:
8. – 10. bekkur
Staðsetning:
Hjallakirkja (neðri hæð)
Tímsetning:
Fimmtudagar kl. 20:00 – 21:30
Verð:
Frítt
Umsjón:
Bolli Pétur Bollason
Halla Marie Smith GSM:8225614
Sr. Helga Kolbeinsdóttir
Matthildur Bolladóttir
Margrét Kristín
Sara Lind Arnfinnsdóttir