Æskulýðsfélag

Æskulýðsfélag Hjallakirkju hefst 27. janúar 2022

Æskulýðsfélag Digranes- og Hjallakirkju er metnaðarfullt og skemmtilegt starf fyrir krakka í 8-10 bekk. Á fundum förum við í ýmis konar leiki, spilum gömul spil og ný, keppum og vinnum saman. Við tölum og syngjum en lærum einnig að meta þögnina og í hverju það felst að vera kristin manneskja. Æskulýðsfélagið er eitthvað sem allir unglingar ættu kíkja á!

Það er gleðiefni að okkur er nú heimilt að hefja á nýjan leik barna- og unglingastarf safnaðanna. Þessi heimild nær þó því miður ekki til allra þátta starfsins. Sunnudagaskóli í Digraneskirkju má ekki fara af stað að svo stöddu, né heldur hefðbundin fermingarfræðsla.

Dagskrá í æskulýðsfélags vor 2022/ Dagskrá getur breyst

Æskulýðsfélag Hjallakirkju hefst 27. janúar.
Á meðan núverandi samkomutakmarkanir eru gildandi þarf að skrá þátttakendur sérstaklega á formi sem kemur vikulega í tölvupósti og á FB síðu foreldra/forráðamanna.
Digraneskirkja og Hjallakirkja

Aldur:
8. – 10. bekkur

Staðsetning:
Hjallakirkja (neðri hæð)

Tímsetning:
Fimmtudagar kl. 20:00 – 21:30

Verð:
Frítt

Umsjón: Sara Lind Arnfinnsdóttir GSM: 6959938

Margrét Kristín Leifsdóttir

Hálfdán Helgi Matthíasson

Ásdís Magdalena Þorvaldsdóttir

 

Sr. Helga Kolbeinsdóttir