Hr. Ólafur Skúlason, biskup yfir Íslandi vígði kirkjuna 17. sunnudag eftir þrenningarhátíð, 25. september 1994 kl. 16:00. Séra Þorbergur Kristjánsson þjónaði fyrir altari ásamt biskupi. Tónlistarflutning fyrir athöfn önnuðust Smári Ólason organisti við Digraneskirkju, Örn Falkner organisti við Kópavogskirkju og Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri. Við athöfnina sá Smári Ólason organisti um tónlistarflutnig ásamt Einari Jónssyni og Jóhanni Stefánssyni á trompet. Guðrún Lóa Jónsdóttir söng einsöng, ásamt kór Digraneskirkju og kór Kópavogskirkju.
25. september 2009 - 12:48
Guðmundur Karl Einarsson