13. desember kl. 15 verður klukkum í (höfuð)kirkjum landsins hringt til að minna á umhverfisvána vegna hlýnunnar andrúmsloftsins

Í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember n.k. verður kirkjuklukkum um allan heim hringt 350 sinnum til að minna á þá umhverfisvá sem steðjar að jarðarbúum vegna hlýnunar andrúmsloftsins.

Hér á landi verður kirkjuklukkum í höfuðkirkjum hringt þennan dag 350 sinnum. Hringingin á að tákna þrennt;

  1. Þá sem steðjar að mannkyni í lofslagsmálum vegna hlýnunnar andrúmsloftsins;
  2. Vonina sem kristið fólk um allan heim vill minna á frammi fyrir því er ógnar öllu lífi
  3. Athafna, sem þarf að grípa til svo að snúa megi þessari óheillaþróun við.

Í Digraneskirkju verður stafræn klukknahringing 350 sinnum k. 15 og helgistund í kirkjunni að því loknu.

Meira má lesa um umhverfisráðstefnuna hér

9. desember 2009 - 12:43

Guðmundur Karl Einarsson