Námskeiðið Lifandi steinar hefst 20. janúar kl. 19 með kvöldverði

Lifandi steinar leiðir þátttakendur inn í dýpra trúarlíf og guðsþjónustuna. Það hefst 27. janúar kl. 19 með kvöldverði. Skráning á magnus@digraneskirkja.is eða í síma 554 1620.

Eitt af markmiðum námskeiðsins er að kynna þátttakendum ýmsa þætti guðsþjónustunnar. Margir liðir guðsþjónustunnar eru okkur tamir en ef til vill framandi. Farið verður nánar í bakgrunn þeirra og trúarlegt innihald. Annað markmið er að þátttakendur kynnist hver öðrum. Þar skiptir borðsamfélagið miklu máli ásamt samræðum í hópum. Námskeiðið er fjölbreytt og gefandi. Það höfðar til allra sem áhuga hafa á kristinni trú og vilja dýpka trúarlíf sitt.

12. janúar 2010 - 12:42

Sr. Magnús Björn Björnsson