Námskeiðið Lifandi steinar hefst 20. janúar kl. 19 með kvöldverði
Eitt af markmiðum námskeiðsins er að kynna þátttakendum ýmsa þætti guðsþjónustunnar. Margir liðir guðsþjónustunnar eru okkur tamir en ef til vill framandi. Farið verður nánar í bakgrunn þeirra og trúarlegt innihald. Annað markmið er að þátttakendur kynnist hver öðrum. Þar skiptir borðsamfélagið miklu máli ásamt samræðum í hópum. Námskeiðið er fjölbreytt og gefandi. Það höfðar til allra sem áhuga hafa á kristinni trú og vilja dýpka trúarlíf sitt.
12. janúar 2010 - 12:42
Sr. Magnús Björn Björnsson