Fornbílamessa

„Kirkjudagur aldraðra bíla“. Fornbílaklúbburinn kemur á gömlum bílum sem stillt verður upp á bílaplani kirkjunnar. Hefðbundin guðsþjónusta verður í Digraneskirkju kl. 20 þar sem Kjartan Sigurjónsson, organisti leikur á orgelið, Einar Clausen syngur í einsöng Vegaljóð (Áfram veginn í vagninum ek ég). sr. Gunnar Sigurjónsson leiðir guðsþjónustuna. Eftir guðsþjónustu býður Fornbílaklúbburinn upp á kaffi og jafnvel einhverjar veitingar og félagar í klúbbnum deila með viðstöddum upplýsingum um bíla sína sem verða til sýnis af þessu tilefni. Allir eru velkomnir.

20. apríl 2010 - 12:09

Sr. Gunnar Sigurjónsson