Umsóknarfrestur er til 7. júní

Digraneskirkja auglýsir lausa til umsóknar stöðu organista. Staðan veitist frá 1. september 2010 eða eftir nánara samkomulagi.

Um er að ræða fullt starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi FÍO/Organistadeildar FÍH og Launanefndar þjóðkirkjunnar.

Hæfniskröfur:

Umsækjandi þarf að hafa menntun og reynslu í orgelleik og kórstjórn á sviði kirkjutónlistar. Reynsla af fjölbreyttu tónlistarstarfi er æskileg. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af og sé tilbúinn til að starfa með ungu fólki, hafi hæfni í mannlegum samskiptum og sýni sveigjanleika í starfi.

Skil umsókna:

Umsóknum ásamt afritum af prófskírteinum og ferilskrá skal skila eigi síðar en 7. júní 2010. Frekari upplýsingar um starfið veita formaður sóknarnefndar Hreggviður Norðdahl og sóknaprestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Að öðru leiti vísast til starfsreglna um organista nr. 823/1999

Umsóknir sendist til: Digraneskirkja Digranesvegi 82 200 Kópavogi.

6. maí 2010 - 12:08

Sr. Gunnar Sigurjónsson