Síðastliðna helgi fór fram landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar á Akureyri. Rúmlega 600 þátttakendur tóku þátt í spennandi móti þar sem unnið var að því að safna peningum til að frelsa þrælabörn á Indlandi.
24 unglingar úr æskulýðsfélagi Hjallakirkju og Digraneskirkju fyrir 9 og 10. bekk tóku þátt í mótinu. Mikil ánægja var meðal þeirra með mótið. Er þetta til vitnis um hin mikla kraft sem ríkir í æskulýðstarfi kirkjunnar. Þar geta börn og unglingar á öllum aldri fundið sér eitthvað við hæfi, eins og sjá má hér á síðunni.
Mót eins og þessi er mikilvægur þáttur í starfi æskulýðsfélagsins og höfðu krakkarnir lagt á sig mikla vinnu við undirbúning ferðinnar. Mörg þeirra höfðu einnig safnað fyrir mótsgjaldinu. Í febrúar næstkomandi verður Vormót ÆSKR haldið í Vatnaskógi og eru margir farnir að láta sér hlakka til.
19. október 2010 - 11:23
Guðmundur Karl Einarsson