Sr. Yrsa Þórðardóttir

Kirkjurnar í Kópavogi bjóða þér að taka þátt í verkefni sem auðveldar fólki að komast í gegnum sorg vegna missis.

Missir getur verið af ýmsu tagi, heilsubrestur, atvinnumissir, ástvinur sem deyr eða aðrir erfiðleikar sem bjáta á. Prestar kirknanna bjóða þér að koma í viðtal.

Séra Yrsa Þórðardóttir hefur séð um þetta verkefni í Kópavogi, og þér er velkomið að panta tíma hjá henni með tölvupósti: yrsa@digraneskirkja.is.

Þessi þjónusta er að sjálfsögðu að kostnaðarlausu eins og öll sálgæsla kirkjunnar.

1. nóvember 2010 - 11:21

Sr. Magnús Björn Björnsson