Þriðjudaginn 25. janúar n.k. hefst námskeiðið „ Lifandi steinar“ , sem fjallar um messuna, inntak hennar og þætti og hvaða áhrif hún hefur á lífið þegar út úr kirkjunni er komið. Námkskeiðið er haldið í kórkjallara Hallgrímskirkju sex þriðjudagskvöld í janúar og febrúar kl. 20-22 og er í samstarfi Hallgrímssafnaðar, Reykjavíkurprófastsdæma og Starfs- og leikmannaskóla kirkjunnar
Námskeiðið hefst 25.janúar kl. 20.00. Kennari á námskeiðinu er sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur.
Allir eru velkomnir en námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram á netfanginu kristin.arnardottir@kirkjan.is eða í síma 528 4000.
18. janúar 2011 - 15:26
Sr. Magnús Björn Björnsson