Leiðtoganámskeið Þjóðkirkjunnar, ÆSKR, ÆSKÞ og KFUM og K verður að haldið í Grensáskirkju laugardaginn 5. febrúar frá kl. 9.00- 16.00.

Hið víðfræga Viðeyjar,- Sólheima,- Hafnarfjarðarnámskeið.- sem nú verður haldið í Grenáskirkju er fjölmennasta námskeiðið sem haldið er fyrir fólk í kristilegu æskulýðsstarfi á Íslandi.

Að þessu sinni ætlum við að velta fyrir okkur sjálfsmynd unglinga í dag og hverjir eru helstu áhrifavaldarnir í lífi þeirra (með sérstakri áherslu á kynlíf og kynímynd). Við munum velta fyrir okkur hvernig við getum á sem besta hátt miðlað til unglinganna þeirri jákvæðu sjálfsmynd sem að trúin getur fært okkur.

Gígja Grétarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur mun ræða um kynímynd og sjálfsmynd unglinga.

Halla Jónsdóttir mun fræða okkur um hvernig við getum styrkt sjálfsmynd unglinga í kristilegu æskulýðsstarfi. Eftir hádegi verður aldurskipt í umræðuhópa, boðið verður upp góðan mat, gott samfélag og síðast en ekki síst mun dagskráin enda með magnaðri U2 guðþjónustu þar sem hljómsveitin Labbakútarnir spilar.

verð 3000.- kr.

Skráning:kristin.arnardottir@kirkjan.is

19. janúar 2011 - 15:26

Sr. Gunnar Sigurjónsson