Hver skyldi leynast á bak við pappírinn?

Í dag, þriðjudaginn 25. janúar, var haldinn einn allsherjar leikjafundur í 10- 12 ára starfi KFUM og KFUK í Digraneskirkju. Á fundinn mættu 17 hreessir krakkar og fóru í ýmsa leiki, s.s. stólakapp, klósettrúluvefjun, borðtenniskúluboðhlaup og fleira óvenjulegt.

Fundir eru alltaf á þriðjudögum kl. 17:00 – 18:15 (nema annað sé sérstaklega auglýst). Húsið opnar kl. 16:30 og þá er hægt að spila, fara í borðtennis, billljard eða spila fótboltaspil. Allir krakkar í 5 – 7. bekk eru velkomnir 🙂

Myndir frá fundinum má finna hér.

25. janúar 2011 - 23:43

Guðmundur Karl Einarsson