Í vikunni sem leið var tekin í notkun ný vefsíða Digraneskirkju. Síðan leysti eldri síðu frá árinu 2006 af hólmi. Í grunninn er að finna sama efni á nýju síðunni og þeirri eldri en þó er grundvallarmunur á þeim tveimur. Nýja síðan byggir á WordPress kerfinu sem er frítt vefumsjónarkerfi og er notað að mörgum kirkjum. Megin kosturinn við kerfið er að það er ókeypis og því sparast miklir fjármunir sem annars færu í viðhald og kerfisleigu. Þá hefur kerfið þá kosti að mjög auðvelt er fyrir alla starfsmenn kirkjunnar að setja inn efni og halda þannig síðunni lifandi.

Undirritaður annaðist gerð síðunnar og mun halda utan um hana.

3. febrúar 2011 - 12:32

Guðmundur Karl Einarsson