Á fundi í 10-12 ára starfi KFUM og KFUK í dag var spilað út í eitt. Veðrið var ekki sem best og þess vegna var bara gott að geta haft það gott innandyra.

Vorferðir

Dagana 1-2. apríl nk verður farið í vorferð yngri deilda KFUM og KFUK. Stelpurnar fara í Vindáshlíð og strákarnir í Vatnaskóg. Farið verður frá Holtavegi 28 með rútum kl. 17:30 föstudaginn 1. apríl og komið til baka á sama stað um kl. 16:30 laugardaginn 2. apríl. Verð í ferðina er 4500 kr. Athugið að börnunum stendur til boða að selja ýmsan varning til þess að safna fé til ferðarinnar. Nánari upplýsingar um slíkt má fá hjá Telmu í síma 869 8054. Meðfylgjandi eru leyfisbréf og upplýsingar vegna ferðanna. Athugið að skila þarf leyfisbréfi til leiðtoga í síðasta lagi þriðjudaginn 29. mars.

Upplýsingar vegna ferðar í Vatnaskóg, apríl 2011
Upplýsingar vegna ferðar í Vindáshlíð, apríl 2011

15. mars 2011 - 22:38

Guðmundur Karl Einarsson