Mánudaginn 7. nóvember ætla fermingarbörn Digraneskirkju að ganga  í hús og safna framlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Þau fá leiðbeiningar frá okkur áður en þau leggja af stað, tvö og tvö saman.
Foreldrum er velkomið að ganga með þeim eða aðstoða við að koma þeim af stað með baukana og taka á móti þeim aftur hér í kirkjunni.
Það væri vel þegið.

Sameiginlegur söfnunardagur allra sem taka þátt í þessu verkefni er áætlað að verði mánudagurinn 7. nóvember kl. 17:30 – 21:00.
Í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar, sem okkar kirkja stendur að, höfum við skipulagt söfnun í sókninni okkar.

Verkefnið er kynnt í fjölmiðlum og ætti því að vera flestum kunnugt þegar fermingarbörnin banka uppá.

1. nóvember 2011 - 15:56

Sr. Gunnar Sigurjónsson