Fyrsti sunnudagur í aðventu 27. nóv
Messa og sunnudagaskóli kl. 11.
Skátar úr St. Georgsgildi á Íslandi færa friðarlogann frá Betlehem til kirkjunnar.
Prestur: sr.Gunnar Sigurjónsson.
Organisti: Zbigniew Zuchowicz. Kór Digraneskirkju.
Aðventuhátíð með kór Digraneskirkju kl. 20.
„Tónleikar með einsöng og fjölbreyttum tónlistaratriðum.
Hugleiðingu flytur sr. Magnús Björn Björnsson
Kaffisala í safnaðarsal til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.
Veitingar bjóða Digranessöfnuður og Reynisbakarí.
Annar sunnudagur í aðventu 4. des
Messa og sunnudagaskóli kl. 11.
Prestur: sr. Magnús Björn Björnsson. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en börnin fara svo í kapelluna á neðri hæð.
Tónlistarflutningur er á vegum Þorvaldar Halldórssonar.
Þriðji sunnudagur í aðventu 11. des
Messa og sunnudagaskóli kl. 11.
Prestur: sr. Gunnar Sigurjónsson.
Organisti: Zbigniew Zuchowicz. Kór Digraneskirkju.
Fjórði sunnudagur í aðventu 18. desember
Jólaball sunnudagaskólans kl. 11.
Jólasveinarnir Giljagaur og Stekkjastaur koma í heimsókn með glaðning handa börnunum. Gengið er í kringum jólatré og sungin jólalög. Heitt súkkulaði er í boði eftir stundina í safnaðarsalnum ásamt piparkökum.
Jólastund fjölskyldunnar kl. 16.
Þar munu Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi syngja gömul og ný aðventu- og jólalög. Stundin miðast fyrst og fremst við sönginn, að rifja upp gamalkunnug aðventu- og jólalög og heyra jafnvel eitthvað sem ekki er eins kunnuglegt. Eftir jólastundina er boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Tónlistarmenn leiða stundina ásamt prestunum.
23. nóvember 2011 - 12:26
Sr. Gunnar Sigurjónsson