Helgihaldið verður sent út í beinni útsendingu á Jólarásinni: www.mix-radio.org.
Aðfangadagur jóla 24. des kl. 18. Aftansöngur.
Tíu mínútum fyrir aftansöng (kl. 17:50) verður tónlistarflutningur og kórsöngur.
Herdís Ágústa Linnet og Ingibjörg Ragnheiður Linnet leika á trompeta eigin útsetningu af laginu „Hin fyrstu jól“.
Kór Digraneskirkju syngur einnig fyrir aftansöng.
Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið af kór Digraneskirkju. Prestur: sr. Gunnar Sigurjónsson.
Organisti: Zbigniew Zuchowicz. Einsöngur: Einar Clausen
Aftansöngnum er varpað á skjávarpa bæði í safnaðarsal og kapellu á neðri hæð.
Aðfangadagur jóla 24. des kl. 23.30. Aftansöngur.
Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið af kór Digraneskirkju.
Prestur sr. Magnús Björn Björnsson.
Organisti: Zbigniew Zuchowicz. Einsöngur: Þórunn Freyja Stefnánsdóttir.
Jóladagur 25. des kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta.
Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið af kór Digraneskirkju.
Báðir prestarnir þjóna í messunni. Organisti: : Zbigniew Zuchowicz.
Annar jóladagur 26. des kl. 11. Glaðvær jólastund.
Glaðvær jólastund í Digraneskirkju . Prestarnir og Zbigniew Zuchowicz annast um stundina. Kór Digraneskirkju.
Miðvikudagurinn 28. desember: Jólastund aldraðra í Digraneskirkju klukkan 14
Við bjóðum öldruðum úr Hjalla- og Digranessöfnuðum að koma og eiga notalega stund saman. Eftir helgistund verður boðið upp á heitt súkkulaði og jóladagskrá.
Gamlársdagur 31. des kl. 18. Aftansöngur.
Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið af kór Digraneskirkju.
Báðir prestar Digraneskirkju þjóna við aftansönginn. Organisti: Zbigniew Zuchowicz.
Messa á nýári 8. janúar 2012.
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11 á vegum Zbigniew Zuchowicz, organista Digraneskirkju og sóknarnefndar.
26. nóvember 2011 - 12:26
Sr. Gunnar Sigurjónsson