Jólaball sunnudagaskólans kl. 11.

Jólasveinarnir Giljagaur og Stekkjastaur koma í heimsókn með glaðning handa börnunum.  Gengið er í kringum jólatré og sungin jólalög.  Heitt súkkulaði er í boði eftir stundina í safnaðarsalnum ásamt piparkökum.

 

Jólastund fjölskyldunnar kl. 16.

Þar munu Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi syngja gömul og ný aðventu- og jólalög. Stundin miðast fyrst og fremst við sönginn, að rifja upp gamalkunnug aðventu- og jólalög og heyra jafnvel eitthvað sem ekki er eins kunnuglegt. Eftir jólastundina er boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur.  Tónlistarmenn leiða stundina ásamt prestunum.

12. desember 2011 - 09:28

Guðmundur Karl Einarsson