Að frumkvæði Jólarásarinnar verður helgihald Digraneskirkju sent út á netinu í beinni útsendingu. Um er að ræða beina útsendingu á Jólarásinni sem er vefútvarpsstöð. Útsendingarnar eru aðgengilegar á vefsíðu Jólarásarinnar, www.mix-radio.org/jolarasin/.

Útsendingartímar verða þessir:

  • Fjórði sunnudagur í aðventu, 18. des kl. 11. Jólaball sunnudagaskólans.
  • Fjórði sunnudagur í aðventu, 18. des kl. 16. Jólastund fjölskyldunnar.
  • Aðfangadagur jóla 24. des kl. 18. Aftansöngur.
  • Aðfangadagur jóla 24. des kl. 23.30. Aftansöngur.
  • Jóladagur 25. des kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta.
  • Annar jóladagur 26. des kl. 11. Glaðvær jólastund.
  • Miðvikudagurinn 28. des kl. 14. Jólastund aldraðra.
  • Gamlársdagur 31. des kl. 18. Aftansöngur.
Það er afar ánægjulegt að geta boðið upp á beinar útsendingar úr kirkjunni og því samstarfið við Jólarásina kærkomið. Við hvetjum þig til þess að deila slóðinni með þeim sem ekki komast til messu þannig að þeir geti fylgst með heima í stofu.

14. desember 2011 - 22:13

Guðmundur Karl Einarsson