Tvö námskeið verða haldin á vegum þjóðkirkjunnar í Kópavogi á vormisseri.
Alfa verður haldið í Lindakirkju og hefst það 25. janúar, sjá www.lindakirkja.is . Það stendur frá kl. 19-22 og hefst með kvöldverði. Alfanámskeiðin eru afar vinsæl og veita góða innsýn í kristna trú.
Í Digraneskirkju verður haldið námskeiðið Lifandi steinar. Það verður á fimmtudagskvöldum frá kl. 19.30-21.30. Það hefst fimmtudaginn 2. febrúar. Skráning hjá magnus@digraneskirkja.is
Lifandi steinar er námskeið í kristnum lífsskilningi. Það tekur mið af guðsþjónustunni og leitast við að tengja hana við daglegt líf. Námskeiðið hefur aukið þroska og víkkað sjóndeildarhringinn hvað varðar líf þátttakenda og helgihaldið.