Síðustu vikur hafa snillingarnir okkar í 6-9 ára starfinu unnið hörðum höndum að því að taka upp og vinna stuttmynd. Stuttmyndin heitir Að líkjast Jesú og þar fjalla krakkarnir um það hvað við getum gert til að líkjast Jesú.

Myndin var frumsýnd í dag að viðstöddum foreldrum og öðrum aðstandendum og var virkilega gaman að sjá alla. Krakkarnir tóku vel á móti gestunum, afgreiddu popp og djús, „seldu“ bíómiða, vísuðu til sætis og margt fleira. Þetta eru svo sannarlega flottir og efnilegir krakkar sem eru hjá okkur í starfinu.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá stuttmyndina – njótið vel 🙂

Að líkjast Jesú

15. mars 2012 - 19:52

Rakel Brynjólfsdóttir