Alþjóðlegi bænadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Hvítasunnudag 27. maí. Þann dag ætlum við að gleðjast saman í lofgjörð og bæn með stórri samveru í Digraneskirkju kl 20:00.
Þar syngjum við saman og biðjum og höfum Guð í fyrsta sæti. Hljómsveit sér um tónlistina og ýmsir kirkju- og safnaðarleiðtogar leiða bænina.
Hópurinn sem stendur að þessu er samkirkjulegur og kemur úr ýmsum áttum. Þessi hópur var hluti af hópnum sem stóð að bænagöngunni en hélt svo áfram og vildi gera fleira sameiginlegt.
Hugmyndin að alþjóðlegum bænadegi kemur erlendis frá og eitt af markmiðunum er það að enginn persóna eða samfélag eigi heiðurinn. Allur heiður fer beint til Guðs.
Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í þessu með okkur og að þetta átak megi sannarlega vera samvinnuverkefni allra kristinna manna.
Þessi viðburður á sér stað á sama tíma í yfir 200 löndum.
Íslenski
Facebook hlekkurinn er hér
15. maí 2012 - 16:51
Sr. Gunnar Sigurjónsson