Þollý Rósmundsdóttir

Þollý Rósmundsdóttir http://www.flickr.com/photos/bjorgvino/2695370447/

Í tilefni af Blúshátíð Kópavogs verður haldin Blúsmessa í Digraneskirkju sunnudaginn 3. júní kl. 20.

Þessi sunnudagur er bæði Þrenningarhátíð og Sjómannadagurinn svo það er ærið tilefni til þess að brjóta upp hið hefðbundna og leika sér svolítið með messuformið.

Blússveit Þollýjar mun annast tónlistarflutning.

Þetta er nýtt tilbrigði við helgihald Digraneskirkju og við væntum þess að sóknarbörn (og aðrir) sýni þessu áhuga með þátttöku sinni.
Aðgangur er ókeypis eins og í öðrum messum en búast má við fjáröflun til styrktar Sunnuhlíð.

22. maí 2012 - 14:00

Sr. Gunnar Sigurjónsson