Næsta sunnudag, sunnudaginn 26. ágúst verður fræðslumessa fyrir fermingarbörn kl. 11.
Messan er í raun hefðbundin messa en skýringar eru gefnar á flestum messuliðum.
Allir eru velkomnir og foreldar fermingarbarna alveg sérstaklega.
Þetta er kjörið tækifæri til þess að læra meira um innihald messunnar.
Eftir messu verður léttur hádegisverður (kr. 500) og fermingarbörnin halda að því loknu áfram í fermingarfræðslunni til kl. 15
20. ágúst 2012 - 18:28
Sr. Gunnar Sigurjónsson