Sunnudagaskólinn hefst með pompi og prakt á neðri hæð kirkjunnar kl. 11 hinn 2. september. Þema mánaðarins er SKÖPUNIN. Börnin munu allan mánuðinn vinna með sköpunina út frá mismunandi sjónarhornum. Stundin hefst í kapellunni þar sem við syngjum, biðjum og upplifum efni Biblíunnar í máli og myndum. Rebbi og Músapési koma í heimsókn og margt fleira verður á dagskrá. Um sunnudagaskólann sjá Ingibjörg, Sigrún Birna, Sara og prestarnir Gunnar og Magnús.
Messa kl. 11. Prestur: Sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti og kórstjóri: Zbigniew Zuchowich. Kór Digraneskirkju leiðir söng. Ritningartextar
Léttur hádegisverður eftir stundirnar í Safnaðarsal. Kr. 500 á mann.
29. ágúst 2012 - 14:16
Sr. Magnús Björn Björnsson