Í 6-9 ára starfinu eiga börnin góða stund saman.

6-9 ára starfið í Digraneskirkju hefst á morgun, miðvikudaginn 5.september kl.16.00. Starfið er fyrir börn í 1-4 bekk í Kópavogsskóla, Smáraskóla og Álfhólsskóla. Boðið er upp á fylgd fyrir börnin frá dægradvölum Kópavogsskóla og Smáraskóla til Digraneskirkju. Þau börn sem eru ekki í dægradvölinni og börn í Álfhólsskóla eru einnig hjartanlega velkomin og mæta þá beint í kirkjuna kl.16.00. Öll börn sem taka þátt í starfinu þurfa að skila inn leyfisbréfi. Bréfið er sent heim með börnunum úr dægradvölinni en einnig er hægt að nálgast bréfin hjá okkur á morgun í Digraneskirkju.

Á morgun ætlum við að kynnast og eiga saman góða stund. Dagskrá vetrarins og frekari upplýsingar má finna undir liðnum: Æskulýðsstarf hér fyrir ofan.

Leiðtogarnir bíða spenntir eftir að hitta börnin.

 

Það kostar ekkert að taka þátt í 6-9 ára starfinu okkar.

4. september 2012 - 14:03

Rakel Brynjólfsdóttir