Æskulýðsfélagið MeMe Junior er starf fyrir unglinga í 8.bekk í Digranessókn. Hópurinn hittist á fimmtudagskvöldum og í gærkvöldi er óhætt að segja að það hafi verið fjör og hamagangur. Blásið var til svokallaðs Subbufundar sem felur í sér margskonar þrautir þar sem þátttakendur fá egg í hárið, kasta rjóma og fleira subbulegt. Unglingarnir skemmtu sér konunglega ásamt leiðtogum. Leiðtogarnir skemmtu sér svo kannski aðeins minna við þrifin eftirá…en þetta var svo sannarlega þess virði. Myndir segja meira en mörg orð, látum hér fylgja með eina mynd frá gærkvöldinu.

7. september 2012 - 11:17

Rakel Brynjólfsdóttir