Sunnudagaskólinn heldur áfram með vinaþema þennan mánuðinn. Mætum og búum til vinagogga, biðjum og syngjum saman. Leiðbeinendur Ingibjörg, Sigrún, Sara og Ásta.

Á efri hæðinni messar Sr. Gunnar Sigurjónsson, kór Digraneskirkju undir stjórn organistans Zbigniew Zuchowicz leiðir safnaðarsöng og messuþjónar halda utan um ritningarlestra og almenna kirkjubæn. Ritningartextar

17. október 2012 - 14:49

Sr. Magnús Björn Björnsson