Sunnudagaskóli og fræðslumessa 4. nóvember kl. 11, Allra heilagra messa

Þú ert hér: ://Sunnudagaskóli og fræðslumessa 4. nóvember kl. 11, Allra heilagra messa

Næsta sunnudag, sunnudaginn 4. nóvember kl. 11 verður önnur fræðslumessa haustsins fyrir fermingarbörn og sóknarfólk. 

Messan er í raun hefðbundin messa en skýringar eru gefnar á flestum messuliðum.
Allir eru velkomnir og foreldar fermingarbarna alveg sérstaklega.
Þetta er kjörið tækifæri til þess að læra meira um innihald messunnar.

Textar dagsins 

Góðverk. Í sunnudagaskólanum verður byrjað að fjalla um góðverk. Hvað er góðverk? Undirbúið verður góðverkatré. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Ingibjörg, Sigrún Birna, Sara og Ásta.

By |2016-11-19T11:04:31+00:0031. október 2012 10:38|