Áföll og sorgarviðbrögð
Fræðslufundur fyrir foreldra fermingarbarna í söfnuðum Þjóðkirkjunnar í Kópavogi verður haldinn í Borgum, safnaðarheimili Kópavogskirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20-21.30 Sr. Sigfús Kristjánsson prestur í Hjallakirkju flytur fyrirlestur um áföll og sorgarviðbrögð. Þetta kvöld er sameiginlegt með öllum fjórum kirkjum kópavogs og er þetta í annað sinn sem slíkt fræðslukvöld er haldið. Staðsetning er Borgir safnaðarheimili Kópavogskirkju og hefst erindið kl. 20. Eftir verður boðið upp á umræður en stefnt er að því að erindi og umræðum verði lokið kl. 21:30. Sigfús er prestur við Hjallakirkju og er einn höfunda fyrirlesturs um sorg og sorgarviðbrögð sem farið hefur í flesta framhaldsskóla landsins. Sú fræðsla hefur verið hluti af lífsleiknifræðslu í MK undanfarin 8 ár.
Athugið að fundurinn er fyrir foreldra/forráðamenn fermingarbarna.
Fundurinn er samstarfverkefni allra sókna Þjóðkirkjunnar í Kópavogi
2. febrúar 2013 - 11:57
Sr. Gunnar Sigurjónsson