Vorferð kirkjustarfs aldraðra verður farin 23. apríl n.k. Ferðinni er heitið á Snæfellsnes.
Hið ánægjulega er að fullt er í ferðina og nokkrir á biðlista.
Eftir hádegisverð á Arnarstapa verður ekið um þjóðgarðinn undir leiðsögn Sæmundar Kristjánssonar.
Meðal annars verður ekið að Djúpalóni, á Hellissand og Sjóminjasafnið heimsótt.
Eftirmiðdagskaffi verður drukkið í Safnaðarheimili Óafsvíkurkirkju, þar sem sóknarpresturinn sr. Óskar Ingi Ingason tekur á móti okkur.
Heimkoma er áætluð eftir kl. 19.
22. apríl 2013 - 10:09
Sr. Magnús Björn Björnsson