Kirkjudagur aldraðra er á uppstigningardag. Þá verður útvarpsmessa í Digraneskirkju. Prestur er sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti verður Kjartan Sigurjónsson, fyrrverandi organisti í Digraneskirkju. Hefur hann kallað fyrrum kórfélaga til liðs við sig. Sungin verður messa með Sigfúsartóni og messuliðum fylgt eins og þeir voru í handbók kirkjunnar árið 1934. Eftir messuna verður léttur hádegisverður í Safnaðarsalnum.

4. maí 2013 - 13:42

Sr. Magnús Björn Björnsson