Sunnudaginn 12. maí verður hjólamessa fyrir alla fjölskylduna. Í tilefni af átakinu Hjólað til vinnu, verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Vænst er þátttöku allrar fjölskyldunnar, og að þeir sem eiga reiðhjól eða hlaupahjól komi á þeim til messu.

Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á léttar veitingar í Safnaðarsalnum.

Prestur sr. Magnús Björn Björnsson.