Annar í hvítasunnu

Mótorhjólamessa kl. 20 –

Húsið opið frá kl. 17 þegar hljómsveitin æfir fyrir messuna.

Munið eftir „Kraftaklerkinum“ hjá Grillhúsinu til styrktar endurhæfingardeild Grensás áður en hjólað er til kirkju!!!

Þetta árið er „Kántrí“ thematónlist mótorhjólamessunnar en aldrei hefur verið sama tónlistarstefna á milli ára.

Hljómsveitina skipa:
Axel Ómarsson, gítar og söngur
Anna Margrét Gunnarsdóttir, söngur
Ómar Axelsson, bassi
Magnús Axel Hansen, gítar
Matthías Baldursson, flygill
Matthías Stefánsson, fiðla
Friðþjófur Johnson, munnharpa
Jónas Gíslason, trommur
Kvennakór Kópavogs, söngur – stjórnandi Gróa Hreinsdóttir

Mótorhjólamessan er árlegur viðburður þar sem hinir ýmsu mótorhjólaklúbbar ríða fákum sínum í fylkingum til Digraneskirkju.

Sjaldan koma svo mörg vélhjóla saman á einum stað svo almenningi gefst tækifæri á því að skoða fákana og spjalla við ökumenn þeirra.

Messan er ALVÖRU messa, með prédikun og altarisgöngu, svo það er ekkert slegið af í helgihaldinu, þó svo umbúnaðurinn sé sveipaður léttleika og prestarnir (sem verða að vera mótorhjólafólk) eru búnir sama klæðnaði og viðbúið er af vélhjólafólki (hefðbundnum öryggisbúnaði vélhjólamanna). Leður og Goretex er því „viðeigandi“ klæðnaður.

Mótorhjólamessan er einnig samstarfsverkefni Þjóðkirkju og Hvítasunnu og hafa prestar frá báðum þessum kirkjudeildum annast um helgihald. Það er stórkostlegt að sjá svo fjölbreytilegan söfnuð koma saman til helgihalds og ekki spillir nú fyrir að þetta minnir líka á það að við erum líka til í samfélaginu og umferðinni.

Mótorhjólamessan tekur mið af ýmsum hefðum sem skapast hafa í „mótorhjólaheiminum“, bæði hvað varðar tónlist og annað. Hún er því nokkuð „hrá“ og gæti farið fyrir brjóstið á þeim sem leitast eftir hefðbundnara helgihaldi.

Mótorhjólamessan hófst í Digraneskirkju árið 2006 þegar 115 manns komu til messu á 55 vélfákum. Mótorhjólamessunni hefur aukist fylgi milli ára. Þátttakan er slík að löngu er

búið að sprengja allt rými sem annars hæfir fyrir venjulegar messur.

Textar dagsins

Hér má sjá myndir frá mótorhjólamessum undanfarinna ára.

Themalag mótorhjólamanna

 

https://www.digraneskirkja.is/athafnir/hvitasunna/

12. maí 2013 - 12:45

Sr. Gunnar Sigurjónsson