Hið sívinsæla Alfanámskeið hefst fimmtudaginn 3. október 2013 hér í Digraneskirkju. Kynningarkvöld verður fimmtudaginn 26. september kl. 18.
Hvert námskeiðskvöld hefst með kvöldverði kl. 18. Þá er hlustað á góða fræðslu, en eftir hana er skipt í hópa. Hverju kvöldi lýkur kl. 21. Ekki er krafist þátttökugjalds, en tekið á móti frjálsum framlögum til að standa straum af mat og gögnum.
Hluti af námskeiðinu er svokölluð alfahelgi. Hún verður 25.-27. október í Vindáshlíð.Hún hristir hópinn saman og á henni fer fram mikilvæg fræðsla um Heilagan anda.
Ekki er krafist heimanáms eða annars undirbúnings. Stjórnandi námskeiðisins er sr. Magnús Björn Björnsson. Ásamt honum er hópur alfaliða, sem kenna og halda utan um námskeiðið. Skráning fer fram í síma 554 1620 eða hjá magnus@digraneskirkja.is
Nánari lýsing á námskeiðinu: Alfanámskeið
27. maí 2013 - 15:33
Sr. Magnús Björn Björnsson