Samstarf Þjóðkirkjunnar í Kópavogi hefst frá 1. júní og stendur fram í miðjan ágúst.

Þá messa prestar í Kópavogi í kirkjum hvers annars, leysa hvert annað af í sumarleyfum og sinna embættisverkum og neyðarþjónustu presta hvert fyrir annað.

Sjá má yfirlit um messur og helgihald í Kópavogi hér
Í júní eru kvöldmessur í Hjallakirkju kl. 20
Í júlí eru messur kl. 11 í Kópavogskirkju
Í ágúst er messað í Digraneskirkju kl. 11

Alla sunnudaga í sumar er sunnudagaskóli í Lindakirkju kl. 11

Við minnum á helgistundir á miðvikudagskvöldum kl. 20
Í Júní eru þær í Lindakirkju
Í Júlí eru þær í Kópavogskirkju
Í ágúst eru þær í Digraneskirkju

Gleðilegt sumar

28. maí 2013 - 16:56

Sr. Gunnar Sigurjónsson