Við sem vinnum í Digraneskirkju tölum stundum á sjómannamáli og segjum gjarnan að „Aðalvélin“ sé sett í gang þegar vetrarstarfið hefst.
Eftir að hafa gengið á „ljósavélinni“ allt sumarið með sumarfrí starfsfólks, lítið sem ekkert safnaðarstarf og fáa leiðtoga að störfum, þá eru mikil viðbrigði þegar allt fyllist af lífi og gáska í kirkjunni.

Þennan starfsvetur verður mikið í gangi á sunnudögum.
Messan klukkan 11
Hádegisverður klukkan 12 þar sem við fáum gjarnan súpu og léttar veitingar sem Guðbjörg húsmóðir reiðir af hendi.
Fermingarfræðsla klukkan 13 og þegar ekki er fermingarfræðsla, þá er Meme-junior sem er ætlað fermingarbörnunum.
Samkoma klukkan 15 sem er guðsþjónusta með óhefðbundnu sniði.
Aðalsafnaðarfundur verður kl. 16 á sunnudaginn eftir samkomuna.

Í vetur verða ýmsir aðilar í samstarfi við Digraneskirkju. Má þar helst nefna Kvennakór Kópavogs, Söngvini – kór aldraðra í Kópavogi, Kántrísveitin Digra og fleiri.
Það verður því spennandi dagskrá sem verður kynnt þegar Aðalvélin fer í gang á sunnudaginn.

27. ágúst 2013 - 14:53

Sr. Gunnar Sigurjónsson