Helgistundir verða á hverjum sunnudegi kl. 15 hér í Digraneskirkju. Helgistundirnar eru eins konar framhald af stundunum sem hafa verið samsarfsverkefni þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi, og voru á miðvikudagskvöldum í allt sumar. Þær voru mjög vinsælar. Sungnir verða lofgjörðar- og gospelsöngvar, allt eftir því hver leiðir sönginn. Kór Digraneskirkju leiðir margar stundir, en einnig hafa Kvennakór Kópavogs og Söngvinir gengið til liðs við okkur. Einu sinni í mánuði leiða þau Gunnar Böðvarsson og Valdís Ólöf Jónsdóttir söng með gítarundirleik. Hugleiðingar flytja prestarnir og ýmsir gestir. Einnig verða ýmsir fengnir til að segja frá trú sinni og göngunni með Guði. Eftir stundirnar verður boðið upp á fyrirbænir. Helgistundirnar eru tilraunaverkefni sem stendur fram að jólum, en vonandi eru þær komnar til að vera.

3. september 2013 - 13:39

Sr. Magnús Björn Björnsson