Við hefjum sunnudaginn með messu og sunnudagaskóla klukkan 11
sr. Magnús Björn Björnsson leiðir messuna í kirkjunni og Gróa Hreinsdóttir, organisti leikur á hljóðfærið.
Með henni verður Kvennakór Kópavogs en hún er einmitt stjórnandi þeirra.

Á sama tíma verður sunnudagaskólinn í Kapellunni á neðri hæð. Þar er Ingibjörg með Rebba ref og Tófu ásamt öðrum skemmtilegum þátttakendum.

Klukkan 13 er fermingarfræðsla fyrir þau fermingarbörn sem ekki tóku þátt í haustnámskeiðinu og á sama tíma Meme-junior, æskulýðsstarf fyrir hina unglingana.

Klukkan 15 er svo óhefðbundin helgistund í Kapellunni með Gróu Hreinsdóttur og Kvennakór Kópavogs.

18. september 2013 - 14:09

Sr. Gunnar Sigurjónsson