
Næsta sunnudag, 13. október mun Kvennakór Kópavogs undir stjórn Gróu Hreinsdóttur annastu um söng í messunni klukkan 11 og helgistundinni klukkan 15.
sr. Gunnar leiðir helgihaldið þennan sunnudag og Gróa verður organisti.
Sunnudagaskólinn er í kapellu á neðri hæð á sama tíma og messan. Þar eru allsráðandi, Tófa, Rebbi refur, Mýsla, Hafdís og Klemmi.
Súpan er að venju í hádeginu og sér Brynjólfur Smári Þorkelsson um hana að þessu sinni, þar sem Guðbjörg húsmóðir er í helgarleyfi.
Miðað er við að þau sem vilja fá súpuna og léttar veitingar eftir messu leggi kr. 500 í samskotabauk til að standa undir hráefniskaupum.
Meme-junior, æskulýðsstarf fermingarbarnanna er á sínum stað klukkan 13 en engin fermingarfræðsla er þennan sunnudaginn.
10. október 2013 - 09:53
Sr. Gunnar Sigurjónsson