Kirkjuvörður óskast til starfa við Digraneskirkju.  Um 40% starf er að ræða og er unnið frá ca. kl. 9 til 16.30 fjóra daga vikunnar, aðra hvora viku.  Einnig er unnið helga daga þjóðkirkjunnar en tveir aðilar skipta því á milli sín.  Töluvert minna vinnuframlag er yfir sumartímann.

Kirkuvörður þarf að búa yfir mikilli hæfni í mannlegum samskiptum.  Hann þarf að vera nærgætinn og hugulsamur í samskiptum en í starfinu felst töluvert af því að taka á móti fólki.  Einnig sér kirkjuvörður um húsnæðismál, almenna húsvörslu en þó ekki þrif og viðhald.  Viðkomandi þarf að vera skipulagður og með góða yfirsýn en fyrst og fremst góður í samskiptum.

Starfið hentar ekki síður konum en körlum. .

Umsóknarfrestur er til og með 27. október nk.

Auglýsinguna má sjá hér hjá Talent.is

.

Nánari upplýsingar veitir Lind Einarsdóttir, lind@talent.is eða í síma 552-1600

22. október 2013 - 15:10

Sr. Gunnar Sigurjónsson