Sunnudagaskólinn er að venju í kapellu á neðri hæð klukkan 13

sr. Gunnar Sigurjónsson leiðir messuna og Bjartur Logi Guðnason, verður organisti í messunni og Söngvinir – kór aldraðra sem kór.

Þuríður Helga Ingadóttir leikur á flygilinn undir altarisgöngu.

Silja Elsabet Brynjarsdóttir, söngnemi úr Söngskóla Reykjavíkur syngur aríu eftir Handel.

Lionsklúbburinn Muninn kemur með eldri borgara í messuheimsókn.

Léttar veitingar í safnaðarsal eftir messu (kr. 500)

 

Helgistund er svo klukkan 15 með lofgjörðarsöng og gítarspili.

24. október 2013 - 13:35

Sr. Gunnar Sigurjónsson