Sunnudagaskólinn er að venju í kapellu á neðri hæð klukkan 11.
Þar verður áframhaldandi undirbúið góðverkatré sunnudagaskólans.
Messan er klukkan 11 og mun sr. Magnús Björn Björn Björnsson þjóna fyrir altari. Sólveig Sigríður Einarsdóttir er organisti og félagar úr kór Digraneskirkju leiða safnaðarsöng.
Fermingarbörnin koma með söfnunarbauka Hjálparstarfs kirkjunnar en þau hafa gengið í hús í sókninni í þessari viku.
Eftir messu er súpa í safnaðarsalnum sem Brynjólfur Þorkelsson sér um að þessu sinni.
Meme-junior, æskulýðsstarf fermingarbarna er klukkan 13.
Á helgistundinni klukkan 15 verður hljómsveitin E-bandið. Hún spilaði á GLS ráðstefnunni um síðustu helgi.
Björn Hólm stjórnar stundinni og sr. Magnús Björn sér um hugleiðingu og nafni hans Magnús Björnsson um vitnisburð.
6. nóvember 2013 - 16:34
Sr. Gunnar Sigurjónsson