6-9 ára starf Digraneskirkju hefur blómstrað í vetur sem aldrei fyrr. Nú eru hátt í 80 börn skráð í starfið okkar og því alveg ljóst að á miðvikudögum  er líf og fjör í kirkjunni. Í dag splæstum við í stórglæsilegt diskótek þar sem börnin fengu sjálf að velja lögin. Á lagalistanum voru meðal annars One Direction, Friðrik Dór, Laddi, Eyþór Ingi og Katy Perry.

Börnin skemmtu sér konunglega og við leiðtogarnir þurftum að hafa okkur öll við til að halda í við þau á dansgólfinu. Eftir dansinn var boðið upp á ávexti og vatn enda ekki vanþörf á orkunni eftir slíkan hamagang.

Í síðustu viku var Spilafundur þar sem bæði var spilað og farið í skemmtilega leiki. Sjá á myndir frá þeim fundi undir tenglinum hér fyrir neðan. Myndband frá Diskótekinu okkar verður birt innan tíðar.

https://www.digraneskirkja.is/aeskulydsstarf/6-9-ara-starf/myndir/

13. nóvember 2013 - 23:57

Rakel Brynjólfsdóttir