Það er nú varla hægt að segja að sunnudagarnir séu hverjum öðrum líkir hér í Digraneskirkju.
Á sunnudaginn er sunnudagaskólinn á sínum stað í kapellu á neðri hæð klukkan 11 en í kirkjunni verður skírn í messunni og félagar úr kórnum okkar sem leiða safnaðarsöng.
sr. Magnús Björn leiðir messuna og Sólveig Sigríður spilar á orgelið.
Meme-junior sem er æskulýðsstarf fermingarbarnanna er klukkan 13
og helgistundin klukkan 15 verður með kántríhljómsveitinni Digru sem var í mótorhjólamessunni síðast.
Við ætlum að því tilefni að hafa helgistundina í kirkjunni en ekki í kapellunni niðri eins og við erum vön.
Nú er gott tilefni til þess að heyra alvöru Kántrí á sunnudaginn klukkan 15 🙂
13. nóvember 2013 - 15:25
Sr. Gunnar Sigurjónsson