Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp á 1. desember, fullveldisdaginn. Þá mun Drengjakór íslenska lýðveldisins syngja í messu kl. 11. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Prestur er sr. Magnús Björn Björnsson.
Á sama tíma kl. 11 er sunnudagaskóli í Kapellu undir stjórn Ingibjargar Stefánsdóttur. Eftir stundina er jólaföndur.
Fermingarbörn eiga að mæta í fræðslu kl. 13. Sjá dagskrá hér.
Aðventukvöld í umsjá Kórs Digraneskirkju er kl. 20. Að lokinni hátíðlegri og fjölbreyttri dagskrá verður kaffisala. Allur ágóði af henni og sölu útiljósa rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar.
26. nóvember 2013 - 15:52
Sr. Magnús Björn Björnsson