Í sunnudagaskólanum er mikil gleði. Þar er verið að búa til bænabók. Þær Ingibjörg, Sara og Áslaug leiða stundina.

Í messunni þjónar sr. Magnús Björn Björnsson fyrir altari. Prédikun dagsins flytur Þorgils Hlynur Þorbergsson. Þórhallur Barðason syngur einsöng. Kór Digraneskirkju undir stjórn Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur leiðir safnaðarsöng.

Eftir messu er léttur hádegisverður í Safnaðarsal kirkjunnar framreiddur af húsmóðurinni Guðbjörgu Guðjónsdóttur.

Fermingarfræðsla er kl. 13. Þau fermingarbörn sem eru búin með Kirkjulykilinn mega skila honum.

Kl. 15 er helgistund í Kapellunni á neðri hæð kirkjunnar. Helgistundin er með léttum söngvum sem félagar úr Kór Digraneskirkju leiða ásamt Sólveigu Sigríði Einarsdóttur organista. Vitnisburð flytur Björn Hólm Magnússon og sr. Magnús Björn verður með hugleiðingu. Boðið er upp á fyrirbæn eða samtal í lok stundarinnar. Fólk staldrar gjarna við og fær sér te eða kaffisopa á eftir.

29. janúar 2014 - 15:05

Sr. Magnús Björn Björnsson