Næsta sunnudag 16. febrúar verður bíó og popp og djús í sunnudagaskólanum kl. 11.

Í messunni kl. 11 leiðir Kór Digraneskirkju safnaðarsöng. Sólveig S. Einarsdóttir organisti ætlar að spila bíótónlist í forspili og eftir prédikun sr. Magnúsar munu þær Jana og Una syngja tvísöng

Ingibjörg í Sunndagaskólanum

Ingibjörg í Sunndagaskólanum

. Messuhópur B aðstoðar.

Eftir messu og sunnudagaskólann er boðið upp á léttan hádegisverð í Safnaðarsal.

Tríó Gunnars Böðvarssonar leiðir lofgjörð á helgistundinni kl. 15. Sigrún Sigfúsdóttir verður með vitnisburð og Sveinn Alfreðsson hugleiðingu.

11. febrúar 2014 - 16:25

Sr. Magnús Björn Björnsson