Sunnudagaskólinn er í kapellu á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Eftir stundina verður föndrað. Umsjón í höndum Ingibjargar, Söru og Áslaugar.

Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Félagar úr Samkór Kópavogs leiða safnaðarsöng undir styrkri stjórn organistans Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur. Messuhópur A hefur messuþjónustu. Létt máltíð í Safnaðarsal eftir messu og sunnudagaskóla.

Lofgjörðarguðsþjónusta kl. 15 í kapellunni. Sveinn Alfreðsson, guðfræðingur, verður með hugleiðingu. Tríó Gunnars Böðvarssonar leiðir lofgjörðina.

Framhlið og bak fjólubláa hökulsins. Krossmark og gluggar úr kirkjubyggingunni.

Fjólublár er litur föstunnar. Höklar Digraneskirkju voru fagulega ofnir af Guðrúnu Vigfúsdóttur og sóknarnefnd Digranessafnaðar þegar kirkjan var byggð.

13. mars 2014 - 11:24

Sr. Magnús Björn Björnsson