Messan er klukkan 11. Þar verður sr. Gunnar þjónandi ásamt Sólveigu organista og kór Digraneskirkju.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað á sama tíma á vegum Ingibjargar.
Eftir messu og sunnudagaskóla er súpa í safnaðarsalnum (kr. 500)

Klukkan 15 verður helgistund í kirkjunni og að þessu sinni verða leikin lög eftir Maríu Hrefnu Sigurðardóttur við þekkta sálmatexta.
Sum þessara laga, ef ekki flest, hafa ekki komið fyrir eyru almennings.
Einar Clausen mun syngja og Sólveig Sigríður Einarsdóttur mun annast undirleik.

19. mars 2014 - 15:13

Sr. Gunnar Sigurjónsson