Á sunnudaginn kl. 11 verður síðasta stundin í sunnudagaskólanum í vetur. Mikil gleði og fjör verður á stundinni og veisla í lokin. Ingibjörg, Sara og Áslaug kveðja að sinni.

Messa er kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Organisti er Gróa Hreinsdóttir og Kvennakór Kópavogs leiðir safnaðarsöng. Messuhópur C þjónar í messunni. 

Eftir messu og sunnudagaskóla er léttur hádegisverður í Safnaðarsal.

Kl. 15 er helgistund. Lofgjörð leiðir tríó Gunnars Böðvarssonar, en það samanstendur af Gunnari, Valdísi Ósk Jónsdóttur og Jóhanni Grétarssyni. Vitnisburð flytur Auðbjörg Reynisdóttir og sr. Magnús flytur hugleiðingu. Boðið er upp á fyrirbæn og samtal eftir stundina.

26. mars 2014 - 13:44

Sr. Magnús Björn Björnsson